Spyrja má hver réttur atvinnurekanda sé til að flytja trúnaðarmann í annað starf eða deild, ef það hefur í för með sér að réttur hans til að gegna trúnaðarstarfinu fellur niður. Á þetta atriði hefur ekki reynt hér á landi, en telja verður vernd 11. gr. ná til þess háttar breytinga á starfsháttum, því annars væri verndin lítils virði.