VINNURÉTTARVEFUR ASÍ

Um vinnuréttarvefinn

Velkomin á vinnuréttarvef ASÍ sem er ómissandi upplýsingavefur fyrir launafólk, atvinnurekendur og allan almenning og getur auk þess verið verkfæri í höndum þeirra sem þurfa starfs síns vegna upplýsingar um þær reglur sem gilda á íslenskum vinnumarkaði. Kappkostað er við að uppfæra vefinn reglulega og m.a. sagt frá áhugaverðum dómum á sviði vinnuréttar og fluttar fréttir af framkvæmd á einstökum sviðum. 

Hugtakið vinnuréttur hefur verið notað yfir þá fræðigrein lögfræðinnar sem fjallar um réttarreglur á vinnumarkaði.  Vinnurétt má síðan greina niður eftir efni sínu, annars vegar þann hluta sem fjallar um réttindi og skyldur á vinnumarkaði, ráðningarsamninga og réttaráhrif þeirra, en þessi hluti er stundum kallaður ráðningarréttur. Hér heitir hann „Réttindi og skyldur“. Hins vegar þann hluta sem fjallar um samskipti aðila vinnumarkaðarins, stéttarfélög, kjarasamninga og vinnudeilur. Hér heitir hann „Stéttarfélög og vinnudeilur“. 

Að stofni til er byggt á bókum Láru V. Júlíusdóttur hrl. “Réttindi og skyldur á vinnumarkaði” sem kom út haustið 1997 og „Stéttarfélög og vinnudeilur“ sem kom út 1994. Margvíslegar breytingar hafa orðið á íslenskum vinnurétti frá þeim tíma, s.s. vegna breytinga á kjarasamningum, tilkomu nýrra laga á vinnumarkaði, nýrra EES-tilskipana á sviði vinnuréttar sem hér hafa verið innleiddar á grundvelli EES-samningsins. Sá stofn sem lagt er upp með hefur því tekið nokkrum breytingum auk þess sem verulega hefur verið við hann bætt og stöðugt unnið að leiðréttingum og uppfærslum. Athugasemdum um efni og efnistök má beina til starfsmanna lögfræðideildar ASÍ.

Magnús M. Norðdahl hrl. deildarstjóri

Halldór Oddsson hdl. 

VEFTRÉ

Vinnuréttarvefnum er skipt upp í nokkra meginkafla sem hver um sig fjallar um flest sem viðkemur íslenskum vinnurétti, og umgjörð íslensks vinnumarkaðar.

  • Vinnuréttur
  • Um vinnuréttarvefinn