Væntanlegt foreldri þarf að sækja skriflega um greiðslur í fæðingarorlofi til Vinnumálastofnunar – Fæðingarorlofssjóðs, í síðasta lagi sex vikum fyrir áætlaðan fæðingardag. Í umsókninni þarf væntanlegt foreldri að tilgreina fyrirhugaðan upphafsdag orlofsins, lengd og tilhögun.Atvinnurekandi þarf einnig að staðfesta með áritun sinni móttökudagsetningu.
Gefin hefur verið út reglugerð um greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði og greiðslu fæðingarstyrks, nr. 1218/2008. Þar eru útfærðar nánar þær reglur sem gilda um greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði. Í reglugerðinni er m.a. kveðið á um það hverjir eiga rétt á greiðslum úr sjóðnum, hvernig starfstími er reiknaður við mat á greiðslum og útreikningur á starfshlutfalli. Þá er skýrðar frekar sérreglur sem gilda um greiðslur vegna fjölburafæðinga, veikinda móður á meðgöngu, öryggis og heilbrigðis á vinnustöðum, sjúkrahúsdvalar barns í beinu framhaldi af fæðingu, alvarlegs sjúkleika barns og veikinda móður í tengslum við fæðingu.
Greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði eru inntar af hendi eftir á, fyrsta virkan dag hvers mánaðar, fyrir undanfarandi mánuð eða hluta úr mánuði. Fyrsta greiðsla á sér stað við upphaf næsta mánaðar eftir að fæðingarorlof foreldris hefst.
Sjá nánar eyðublöð og upplýsingar á heimasíðu Fæðingarorlofssjóðs.