VINNURÉTTARVEFUR ASÍ

Réttur til mæðraskoðunar á launum

Með samningum sem gerðir voru á fyrri hluta árs 1998 á milli Alþýðusambands Íslands og landssambanda þess, vegna aðildarfélaga sinna annars vegar og viðsemjenda hins vegar er tryggt að þungaðar konur eigi rétt á fjarvistum frá vinnu vegna mæðraskoðunar án frádráttar á föstum launum. Samningsákvæðið er svohljóðandi: „Barnshafandi konur eiga rétt til nauðsynlegra fjarvista frá vinnu vegna mæðraskoðunar án frádráttar á föstum launum þurfi slík skoðun að fara fram í vinnutíma.“

VEFTRÉ

Vinnuréttarvefnum er skipt upp í nokkra meginkafla sem hver um sig fjallar um flest sem viðkemur íslenskum vinnurétti, og umgjörð íslensks vinnumarkaðar.

  • Vinnuréttur
  • Um vinnuréttarvefinn