Um gjalddaga launa á almennum vinnumarkaði er samið í kjarasamningum. Þar gildir sú almenna regla að laun eru greidd eftir á, ýmist einu sinni í mánuði eða vikulega. Í samningum einstakra hópa er þó samið um fyrirframgreiðslu á launum. Laun greiðast þá í upphafi vinnutímabils. Samkvæmt 10.gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna fá opinberir starfsmenn laun greidd fyrirfram, fyrsta virkan dag hvers mánaðar. Séu laun ekki greidd á gjalddaga er um vanefnd af hálfu atvinnurekanda að ræða sem veitir launamanni rétt til að grípa til ákveðinna réttarúrræða. Sjá „Laun ekki greidd“.