Fjarvinna er form hvað varðar skipulag og/eða framkvæmd vinnu með notkun upplýsingatækni innan ramma ráðningarsamnings eða í ráðningarsambandi þar sem vinna sem einnig væri hægt að inna af hendi í starfsstöð launagreiðanda er unnin reglulega utan þeirrar starfsstöðvar. Fjarvinnustarfsmaður er hver sá sem vinnur fjarvinnu eins og hún er skilgreind hér að ofan.
Samtök atvinnulífsins (SA) sem aðildarsamtök UNICE og Alþýðusamband Íslands (ASÍ) sem aðildarsamtök ETUC eru aðilar að rammasamningi ETUC og EROCADRES/CEC annars vegar og UNICE/UEAPME og CEEP hins vegar um fjarvinnu frá 16. júlí 2002 og innleiddu þann rammasamning með kjarasamningi sem undirritaður var 5. maí 2006. Til grundvallar rammasamningnum liggur að aðilar vinnumarkaðarins líta á fjarvinnu sem leið til að nútímavæða skipulag vinnunnar, samræma atvinnuþátttöku og einkalíf og veita starfsmönnum meira sjálfræði við framkvæmd verkefna sinna.
Efni þessa kafla endurspeglar kjarasamning aðila.