VINNURÉTTARVEFUR ASÍ

Getur hver sem er þurft að undirgangast vímuefnapróf

Atvinnurekandi sem telur sig hafa réttmætar ástæður til að láta starfsfólk sitt undirgangast vímuefnapróf skal tryggja að fyrir slíkum prófum séu fengin raunveruleg, upplýst og gild samþykki hvers starfsmanns fyrir sig. Skal sérstaklega gæta að samþykki barna í því samhengi. Starfsmanni er ávallt heimilt að hafna því að undirgangast vímuefnapróf, enda engin lögboðin skylda til þess að undirgangast slík próf. Jafnframt skal starfsfólki kynnt framkvæmd slíkra prófana og réttarstaða í ljósi stjórnarskrárbundinnar reglu um friðhelgi einkalífs.

Samkvæmt almennu áliti Persónuverndar, nr. 2013/315 um vímuefnapróf, telur stofnunin það álitamál hvort samþykki starfsmanns til vinnslu persónuupplýsinga um sig í tengslum við gerð vímuefnaprófa fullnægi í raun þeim kröfum sem gerðar eru til samþykkis samkvæmt lögunum. Er í því samhengi sérstaklega litið til þess hvort að samþykki starfsmanns sé í raun veitt „af fúsum og frjálsum vilja“ í ljósi þeirra yfirburðarstöðu sem ríkir á milli aðila vinnusambands. Ekki hefur verið skorið sérstaklega úr um það álitaefni og ljóst að heppilegast væri að til væru staðar skýrar lagaheimildir til grundvallar vímuefnaprófum.

VEFTRÉ

Vinnuréttarvefnum er skipt upp í nokkra meginkafla sem hver um sig fjallar um flest sem viðkemur íslenskum vinnurétti, og umgjörð íslensks vinnumarkaðar.

  • Vinnuréttur
  • Um vinnuréttarvefinn