Í þessum kafla verður fjallað um meginreglur laga og kjarasamninga um lok ráðningarsambands. Fjallað verður um hugtakið uppsögn, takmarkanir á uppsagnarrétti og reglur um vinnu starfsmanna á uppsagnarfresti.
Þá verður fjallað um vanefndir ráðningarsamninga er varða annars vegar brot atvinnurekenda og hins vegar brot launþega.
Með samkomulagi ASÍ og SA dags. 17. febrúar 2008 náðist sátt milli aðila um breytt fyrirkomulag uppsagna á vinnumarkaði sem m.a. felur í sér rétt starfsmanna til viðtals um ástæður uppsagnar. Aðilar urðu einnig sammála um að stuðla að góðri framkvæmd uppsagna á vinnumarkaði og unnu sameiginlega að gerð fræðsluefnis um það efni. Um framkvæmd uppsagna starfsmanna – Réttindi og skyldur launafólks og atvinnurekanda
Fjallað er með nokkuð ítarlegum hætti um lög um hópuppsagnir nr. 63/2000.
Hafa ber í huga að uppsagnarfrestir eru til þess m.a. að veita launafólki tíma til þess að leita eftir nýju starfi og komast þannig hjá launaleysi um lengri eða skemmri tíma. Reglur um uppsagnarfresti geta einnig skarast við reglur um orlof. Orlofsrétturinn er er réttur til hvíldar frá störfum og þess vegna getur atvinnurekandi eki einhliða ákveðið að uppsagnarfrestur skuli líða í orlofi. Sjá nánar „Orlof og uppsögn“.