Með heitinu brúttólaun er átt við heildarlaun starfsmanns fyrir ákveðið launatímabil, s.s. viku eða mánuð, áður en lög- og samningsbundnar greiðslur hafa verið dregnar frá þeirri upphæð, s.s. vegna staðgreiðslu skatta og lífeyrisiðgjalda. Nettólaun er sú upphæð sem eftir stendur þegar slíkur frádráttur hefur verið framkvæmdur.