VINNURÉTTARVEFUR ASÍ

Fæðingarstyrkur til foreldra í fullu námi

Þá eiga foreldrar sem eru í fullu námi einnig rétt á fæðingarstyrk.

Til þess að eiga rétt á slíkum styrki þurfa foreldrar að hafa verið í fullu námi í a.m.k. sex mánuði á síðustu tólf mánuðum fyrir fæðingu barns. Foreldri skal leggja fram staðfestingu frá viðkomandi skóla um að það hafi verið skráð í fullt nám og hafi staðist kröfur um námsframvindu á þeim tíma.

Uppfylla foreldrar það skilyrði eiga þau sjálfstæðan rétt til fæðingastyrks í allt að 6 mánuði hvort um sig. Heimilt er að framselja sex vikur af sjálfstæðum rétti sínum til hins foreldrisins.

VEFTRÉ

Vinnuréttarvefnum er skipt upp í nokkra meginkafla sem hver um sig fjallar um flest sem viðkemur íslenskum vinnurétti, og umgjörð íslensks vinnumarkaðar.

  • Vinnuréttur
  • Um vinnuréttarvefinn