Veikindaréttur er sjálfstæður tryggingaréttur sem byggist á ákvæðum laga og kjarasamninga og hefur þann tilgang að tryggja launafólki framfærslu úr hendi atvinnurekanda í forföllum. Oft er ruglað saman reglum skaðabótaréttar um sakarskiptingu í vinnuslysum, ákvæðum, sjómannalaga nr. 35/1985 og umferðarlaga nr. 77/2019 o.fl. þegar fjallað er um áhrif ásetnings eða stórkostlegs gáleysis á veikindarétt launafólks skv. kjarasamningum og lögum nr. laga nr. 19/1979. Nauðsynlegt er að taka fram að reglur skaðabótaréttar og sérreglur ýmissa laga og túlkun þeirra, er ekki hægt að yfirfæra beint á almennar reglur vinnuréttar um greiðslu launa í veikindum.