VINNURÉTTARVEFUR ASÍ

Tilhögun foreldraorlofs

Foreldrar eiga rétt á að taka foreldraorlof vegna hvers barns í einu lagi. Með samkomulagi við atvinnurekanda er starfsmanni heimilt að haga foreldraorlofstöku með öðrum hætti, t.d. þannig að orlofið skiptist niður á fleiri tímabil og/eða það verði tekið samhliða minnkuðu starfshlutfalli.

Foreldrar geta tekið foreldraorlofið saman eða sitt í hvoru lagi.  
Eigi starfsmaður fleiri börn lengist rétturinn til foreldraorlofs í samræmi við það. Þannig á foreldri þriggja barna innan átta ára aldurs 3 x 4 mánuðir í foreldraorlof.

Starfsmanni er þó óheimilt að taka lengra foreldraorlof en 4 mánuðir á hverju 12 mánaða tímabili, nema með sérstöku samþykki atvinnurekanda.

VEFTRÉ

Vinnuréttarvefnum er skipt upp í nokkra meginkafla sem hver um sig fjallar um flest sem viðkemur íslenskum vinnurétti, og umgjörð íslensks vinnumarkaðar.

  • Vinnuréttur
  • Um vinnuréttarvefinn