VINNURÉTTARVEFUR ASÍ

Ákvæði kjarasamninga um aukahelgidaga

Samningsákvæði sem lúta að aukafrídögum fjalla í fyrsta lagi um það hvaða dagar teljist vera aukafrídagar, í öðru lagi um það hvaða greiðslur skuli koma fyrir þá daga sem fólk vinnur ekki og í þriðja lagi hvernig skuli greiða fyrir vinnu sem unnin er á aukahelgidögum.

Hvaða dagar eru aukafrídagar

Í kjarasamningum er sums staðar talið upp hvaða dagar eru aukafrídagar og þá þar með helgidagar þjóðkirkjunnar, þannig að þótt lagaákvæðin skorti um helgidaga þjóðkirkjunnar sjá kjarasamningar til þess að fólk eigi rétt á fríi þessa daga. Jafnvel þótt helgidagar þjóðkirkjunnar séu ekki taldir upp í kjarasamningi og ekki sé að finna ákvæði um þá í lögum er, eins og áður er tekið fram, hefðuð venja fyrir því hvaða dagar teljast aukahelgidagar. Því myndi atvinnurekandi ekki geta skipað starfsfólki sínu að vinna á uppstigningardag eða skírdag nema sérstaklega hafi verið um það samið milli aðila og sérstök greiðsla komi fyrir.

Helgi aðfangadags og gamlársdags hefst kl. 12.00 í kjarasamningum eins og áður er fram komið, en ekki kl. 13.00 eins og í lögunum um 40 stunda vinnuviku.

VEFTRÉ

Vinnuréttarvefnum er skipt upp í nokkra meginkafla sem hver um sig fjallar um flest sem viðkemur íslenskum vinnurétti, og umgjörð íslensks vinnumarkaðar.

  • Vinnuréttur
  • Um vinnuréttarvefinn