Tilskipun 76/207/EBE um framkvæmd meginreglunnar um jafnrétti karla og kvenna varðandi aðgang að störfum, starfsþjálfun og stöðuhækkunum, sem og varðandi starfskjör.
Tilskipun 2002/73/EB um breytingu á tilskipun 76/207/EBE.
Tilskipunin 76/207/EBE á ensku.
Tilskipun 2002/73/EB á ensku.
Innleiðing tilskipunar hér á landi.
Lög nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.
Lög nr. 55/1980 um starfskjör launafólks.
Markmið og gildissvið. Þessari tilskipun er ætlað að hrinda í framkvæmd meginreglunni um jafnrétti karla og kvenna hvað varðar aðgang að störfum, að meðtöldum stöðuhækkunum, sem og að starfsþjálfun og einnig hvað varðar starfskjör og almannatryggingar.
Í meginreglu tilskipunarinnar um jafnrétti felst að óheimilt er að mismuna einstaklingum vegna kynferðis þeirra, hvort heldur beint eða óbeint, einkum með tilvísun til hjúskapar- eða fjölskyldustöðu.
__________________________________________________________________
EFTA-dómstóllinn
Mál er varða ákvæði þessarar tilskipunar hafa enn sem komið er ekki komið til kasta EFTA-dómstólsins.
Evrópudómstóllinn
C-506/06. 26. febrúar 2008. Sabine Mayr.
Í þessu máli komst Evrópudómstóllinn að þeirri niðurstöðu að kona sem gengst undir glasafrjóvgun (e. vitro fertilization treatment IVF), þegar eggfrumur úr henni hafa verið frjóvgaðar en þeim ekki enn verið komið fyrir í legi konunnar, sé ekki þunguð í skilningi laga. Hún njóti þ.a.l. ekki verndar gegn uppsögn samkvæmt ákvæðum tilskipunar 92/85/EB. Hafi konu hins vegar verið sagt upp störfum vegna þess að hún gengst undir slíka læknismeðferð telst um mismunun að ræða á grundvelli kynferðis og brot á tilskipun 76/207/EBE, þar sem einungis konur gangast undir slíkar meðferðir.
______________________________________
C-460/06. 11. október 2007. Nadine Paquay.
______________________________________
C-116/06. 20 September 2007. Sari Kiiski.
______________________________________
C-294/04. 16. febrúar 2006. Herrero.
Þegar heildarstarfstími starfsmanns er reiknaður út vegna reglna um framgang í starfi skal atvinnurekandi telja með þann tíma sem starfsmaður hefur verið frá störfum vegna fæðingarorlofs.
______________________________________
C-196/02. 10. mars 2005. Ellados.
Tímabundið hlutastarf – Aðgangur að föstu starfi hjá atvinnurekanda.
______________________________________
C-203/03. 1. febrúar 2005. Framkvæmdastjórnin gegn Austurríki.
Evrópudómstóllinn fjallar í þessu máli um skyldu aðildarríkja til að fella brott ákvæði í landsrétti sínum sem eiga rætur að rekja til samþykkta Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) en sem standast hins vegar ekki lög Evrópusambandsins. Í þessu máli var um að ræða reglur sem lögðu bann við (i.) vinnu kvenna í mjög streituvaldandi umhverfi, (ii.) vinnu kvenna við köfun og (iii.) vinnu í námum neðanjarðar.
Hið almenna bann við vinnu kvenna við köfun var talið ganga of langt. Bannið við vinnu kvenna í mjög streituvaldandi umhverfi, jafnvel þó gert væri ráð fyrir ákveðnum undanþágum frá því banni var einnig talið fara í bága við lög Evrópusambandsins þar sem ekki var gert ráð fyrir undanþágum á grundvelli einstaklingsbundins mats.
Bann við vinnu kvenna í námum neðanjarðar var einnig talið brjóta í bága við 3. mgr. 2. gr. tilskipunar 76/207. Það bann var hins vegar talið réttmætt með hliðsjón af 307. gr. Rs. um alþjóðlegar skuldbindingar aðildarríkis. Samkvæmt þessari grein var hlutaðeigandi aðildarríki engu að síður skylt að afturkalla staðfestingu sína á umræddri ILO samþykkt þannig að ekki yrði til framtíðar ósamræmi fyrir hendi miðað við skuldbindingar þess samkvæmt lögum Evrópusambandsins.
______________________________________
C-284/02. 18. nóvember 2004. Ursula Sass.
Evrópudómstóllinn segir að 3. mgr. 2. gr. tilskipunar 76/207 útiloki ákvæði í kjarasamningi sem feli það í sér að fæðingarorlof skuli ekki reiknað með sem hluti ávinnslutímabils við flutning starfsmanns í hærri launaflokk. Það hafði ekki áhrif á þessu niðurstöðu að fæðingarorlofið í þessu tilviki var talsvert lengra en lágmarksorlof skv. tilskipun 92/85.
______________________________________
C-380/01. 5. febrúar 2004. Schneider.
Umfjöllun um málsmeðferðarúrræði.
______________________________________
C-77/02. 11. september 2003. Steinicke.
Hlutastörf eldri starfsmanna – Óbein mismunun.
Í þessu máli fjallar Evrópudómstóllinn um reglur sem takmarka með ákveðnum hætti aðgang manna að hlutastörfum. Um var að ræða ákvæði í þýskum lögum um opinbera starfsmenn sem kváðu á um að eldri starfsmenn í þeim hópi hefðu því aðeins rétt á hlutastarfi hefðu þeir fram að þeim tíma verið í fullu starfi í a.m.k. 3 ár á 5 ára tímabili.
Evrópudómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að slík lagaákvæði færu í bága við 1. mgr. 2. gr. tilskipunar 76/207 einkum vegna þess að hlutfallslega fleiri konur gegndu hlutastörfum en karlar. Konur væru því í mun meira mæli útilokaðar frá aðgengi að hlutastörfum en karlar. Slík mismunun væri óheimil nema sýnt væri fram á að hana mætti réttlæta á grundvelli hlutlægra þátta er tengdust ekki mismunun á grundvelli kynferðis.
______________________________________
C-187/00. 20. mars 2003. Kutz-Bauer.
Hlutastörf eldri starfsmanna – Óbein mismunun.
Evrópudómstóllinn fjallar í þessu máli um 1. mgr. 2. gr. og 1. mgr. 5. gr. tilskipunar 76/207 með hliðsjón af þýskri löggjöf um rétt hlutavinnustarfsmanna til greiðslna úr lífeyrissjóði.
Evrópudómstóllinn tekur fram að ef sýnt er fram á að ákvæði í vinnulöggjöf eða kjarasamningi fari í bága við tilskipun 76/207/EBE beri dómstól í hlutaðeigandi aðildarríki að víkja slíkum ákvæðum til hliðar. Dómstólum beri að færa sér í nyt öll þau úrræði sem þeim standi til boða, einkum þannig að reglur séu túlkaðar svo að það gagnist sem best þeim hópi sem lakar stendur að vígi vegna slíkra ákvæða. Dómstólum sé hvorki skylt að óska eftir því né að bíða þar til slíkum ákvæðum hefur verið breytt fyrir tilstuðlan löggjafans eða breytingar verið gerðar á hlutaðeigandi kjarasamningi.
______________________________________
C-320/01. 27. febrúar 2003. Wiebke Busch.
Í þessu máli var fjallað um mál hjúkrunarkonunnar Busch sem hóf störf á spítala í Þýskalandi í apríl 1998. Eftir fæðingu síns fyrsta barns í júní 2000 fór hún í fæðingarorlof og var ráðgert að það myndi standa yfir í þrjú ár. Í október 2000 varð hún þunguð á ný. Í janúar 2001 sendi hún atvinnurekanda sínum bréf þar sem hún fór fram á að fá að hætta í foreldraorlofi og snúa aftur til starfa í fullt starf sem hjúkrunarkona. Atvinnurekandinn samþykkti þessa beiðni en spurði hana ekki hvort hún væri þunguð. Busch sneri síðan aftur til starfa 9. apríl 2001. Daginn eftir gerði hún atvinnurekanda sínum grein fyrir því að hún væri komin sjö mánuði á leið.
Samkvæmt lögum átti fæðingarorlof hennar að hefjast 23. maí 2001 eða sex vikum fyrir áætlaðan fæðingardag barnsins. Sjúkrahúsið leysti hana undan vinnuskyldu samkvæmt ráðningarsamningi frá og með 11. apríl 2001. Þann 19. apríl var henni síðan tilkynnt bréflega að samþykki fyrir því að hún mætti snúa aftur til starfa hefði verið afturkallað, þar sem hún hefði komið fram með sviksamlegum hætti og vegna misskilning um grundvallarstaðreyndir málsins.
Evrópudómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að atvinnurekandanum hefði ekki verið heimilt að afturkallað samþykki sitt. Segir í dóminum að 1. mgr. 2. gr. tilskipunar 76/207 komi í veg fyrir að atvinnurekandi geti afturkallað samþykki sitt fyrir því að starfsmaður snúi aftur til starfa fyrir lok fæðingarorlofs, á þeim grundvelli að hann hefði ekki haft upplýsingar um konan væri ófrísk.
______________________________________
C-167/97. 9. febrúar 1999. Seymour-Smith.
Evrópudómstóllinn fjallar hér um það með hvaða hætti færa ber sönnur á fullyrðingar um að konur verði fyrir óbeinni mismunun á tilteknu sviði á grundvelli kynferðis.
Í fyrsta lagi verður dómstóll í aðildarríki að skilgreina þær viðmiðanir sem byggja megi á við ákvörðun þess hvort konur verði fyrir óbeinni mismunun á ákveðnu sviði. Því næst verði að rannsaka hvort þær reglur sem um ræðir hafi mun jákvæðari áhrif á konur en karlmenn, en það verður gert með því að bera saman tölur um fjölda karla annars vegar og konur hins vegar sem uppfylla skilyrði viðkomandi reglna. Dómstóllinn verður að því búnu að spyrja sig þeirrar spurningar hvort að töluvert færri konur en karlar uppfylla þau skilyrði. Ef svarið við þeirri spurningu er já, þá hefur verið upplýst um óbeina mismunun í garð kvenna á grundvelli kynferðis þeirra, nema réttlæta megi umrætt skilyrði á grundvelli þátta sem tengjast ekki kynferði á neinn hátt. Það er hlutverk dómstóls í aðildarríki að leggja mat á áreiðanleika þeirrar tölfræðilegu upplýsinga sem lögð eru fram.
Í þessu máli leggur Evrópudómstóllinn talsvert upp úr því að sönnun fyrir óbeinni mismunun á grundvelli kynferðis felist að verulegu leyti í því að leggja fram tölfræðileg gögn sem sýni að konur verði fyrir hlutfallslega meiri neikvæðum áhrifum af viðkomandi reglum en karlar.
______________________________________
C-185/97. 22. september 1998. Coote.