VINNURÉTTARVEFUR ASÍ

Foreldraorlof

Foreldrar eiga rétt á ólaunuðu fjögurra mánaða leyfi frá störfum (foreldraorlofi) til þess að annast barn sitt.

Rétturinn til foreldraorlofs stofnast við fæðingu, frumættleiðingu eða töku barns í varanlegt fóstur og kemur til viðbótar fæðingarorlofi. Foreldraorlofið er hægt að taka allt til átta ára aldurs barnsins. Hafi réttur til foreldraorlofs fallið niður ónýttur að hluta eða öllu leyti við átta ára aldur barns verður sá réttur virkur aftur komi til þess að barn greinist síðar með alvarlegan og langvinnan sjúkdóm eða alvarlega fötlun, en áður en það verður 18 ára.

Í reynd er sameiginlegur réttur foreldra til orlofstöku vegna fæðingar- og foreldraorlofsins 16 mánuðir vegna barns. Af þeim tíma er með lögunum aðeins tryggður réttur til greiðslu úr Fæðingarorlofssjóði í 12 mánuði.

VEFTRÉ

Vinnuréttarvefnum er skipt upp í nokkra meginkafla sem hver um sig fjallar um flest sem viðkemur íslenskum vinnurétti, og umgjörð íslensks vinnumarkaðar.

  • Vinnuréttur
  • Um vinnuréttarvefinn