Nokkrir íslenskir dómar hafa fallið um það hvort einstaklingar teljist vera launamenn eða verktakar en jafnframt hefur ítrekað verið fjallað um þessa aðgreiningu innan Evrópuréttarins.
Eftadómstóllinn – mál E-3/2024. Stjórnarmaður í opinberri stofnun getur talist launþegi í skilningi EES-réttar veiti hann þjónustu fyrir tiltekið tímabil, lúti boðvaldi annarra og fær greidda þóknun ( 35-37.mgr.) en þessir þrír þættir einkenna launamann í skilningi EES-réttar.
Hæstiréttur Bretlands Uber gegn Aslam 19.2.2021
Hrd. nr. 58/2002 (Verktaki) Skilaði sjálf staðgreiðslu, færði kostnað á móti tekjum, enginn orlofsréttur, enginn veikindaréttur.
Hrd. nr. 286/1998 (Launamaður) Vann ekki í þágu annarra, fékk tímakaup, þar sem greint var á milli dagvinnu og yfirvinnu, vann undir verkstjórn, hafði ekki afnot af eigin starfstöð.
Hrd. nr. 255/1997 (Launamaður) Enginn skriflegur samningur, aðalstarf, persónulegt vinnuframlag, vann í aðstöðu og með tækjum gagnaðila, hafði verkstjórn á öðrum starfsmönnum, samningsákvæði um uppsagnarfrest og orlof, fastar mánaðarlegar greiðslur.
Hrd. nr. 381/1994 (Launamaður) Föst mánaðarlaun, uppsagnarfrestur, hækkanir skv. almennum kjarasamningum, vann ekki tiltekin verk heldur sinnti tiltekinni tegund verkefna (umsjón með viðhaldi og viðgerðum), persónulegt vinnuframlag, aðalstarf.
Hrd. nr. 282/1991 (Launamaður). Fékk tímakaup, laut verkstjórn og vann með vanbúnu tæki sem honum var lagt til frá fyrirtækinu er hann varð fyrir slysinu.
Hrd. nr. 3/1987 (Launamaður) Persónulegt vinnuframlag, tímalaun, orðalag auglýsingar óskýrt. Atvinnurekanda stóð nær að tryggja sér í upphafi sönnun þess að um væri að ræða verktakasamning.
Hrd. nr. 5/1985 (Verktaki) Sjálfstætt starfandi verkfræðingur, tiltekin verk, ekki skilyrði um persónulegt vinnuframlag.
Hrd. nr. 1751/1983. (Verktaki) Aukastarf, unnið heima, utan venjulegs vinnutíma.
Evrópsk og íslensk dómaframkvæmd fellur nokkuð saman í þessu efni. Sjá t.d. C-256/01 „Allonby“, töluliðir 66-71. Gott yfirlit um þá dóma sem fallið hafa og þær reglur sem mótast hafa innan Evrópuréttarins er t.d. að finna í málinu nr. C-413/13.
Bindandi álit Ríkisskattstjóra 3/2002 (Verktakar)