VINNURÉTTARVEFUR ASÍ

Dómaframkvæmd

Nokkrir íslenskir dómar hafa fallið um það hvort einstaklingar teljist vera launamenn eða verktakar en jafnframt hefur ítrekað verið fjallað um þessa aðgreiningu innan Evrópuréttarins. 

Hæstiréttur Bretlands Uber gegn Aslam 19.2.2021 

Hrd. nr. 58/2002 (Verktaki) Skilaði sjálf staðgreiðslu, færði kostnað á móti tekjum, enginn orlofsréttur, enginn veikindaréttur. 

Hrd. nr. 286/1998 (Launamaður) Vann ekki í þágu annarra, fékk tímakaup, þar sem greint var á milli dagvinnu og yfirvinnu, vann undir verkstjórn, hafði ekki afnot af eigin starfstöð. 

Hrd. nr. 255/1997 (Launamaður) Enginn skriflegur samningur, aðalstarf, persónulegt vinnuframlag, vann í aðstöðu og með tækjum gagnaðila, hafði verkstjórn á öðrum starfsmönnum, samningsákvæði um uppsagnarfrest og orlof, fastar mánaðarlegar greiðslur. 

Hrd. nr. 381/1994 (Launamaður) Föst mánaðarlaun, uppsagnarfrestur, hækkanir skv. almennum kjarasamningum, vann ekki tiltekin verk heldur sinnti tiltekinni tegund verkefna (umsjón með viðhaldi og viðgerðum), persónulegt vinnuframlag, aðalstarf. 

Hrd. nr. 282/1991 (Launamaður). Fékk tímakaup, laut verkstjórn og vann með vanbúnu tæki sem honum var lagt til frá fyrirtækinu er hann varð fyrir slysinu.

Hrd. nr. 3/1987 (Launamaður) Persónulegt vinnuframlag, tímalaun, orðalag auglýsingar óskýrt. Atvinnurekanda stóð nær að tryggja sér í upphafi sönnun þess að um væri að ræða verktakasamning. 

Hrd. nr. 5/1985 (Verktaki) Sjálfstætt starfandi verkfræðingur, tiltekin verk, ekki skilyrði um persónulegt vinnuframlag. 

Hrd. nr. 1751/1983. (Verktaki) Aukastarf, unnið heima, utan venjulegs vinnutíma. 

Evrópsk og íslensk dómaframkvæmd fellur nokkuð saman í þessu efni. Sjá t.d. C-256/01 „Allonby“, töluliðir 66-71. Gott yfirlit um þá dóma sem fallið hafa og þær reglur sem mótast hafa innan Evrópuréttarins er t.d. að finna í málinu nr. C-413/13. 

Bindandi álit Ríkisskattstjóra 3/2002 (Verktakar)

VEFTRÉ

Vinnuréttarvefnum er skipt upp í nokkra meginkafla sem hver um sig fjallar um flest sem viðkemur íslenskum vinnurétti, og umgjörð íslensks vinnumarkaðar.

  • Vinnuréttur
  • Um vinnuréttarvefinn