VINNURÉTTARVEFUR ASÍ

Sönnunarbyrði

Tilskipun 97/80/EB um sönnunarbyrði í málum er varða mismunun vegna kynferðis.

Tilskipunin á ensku.

Gildandi reglur. Lög nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.

Markmið og gildissvið. Markmið þessarar tilskipunar er að trygga aukna skilvirkni þeirra ráðstafana sem aðildarríkin gera til að framfylgja meginreglunni um jafnrétti þannig að allir, sem telja sig beitta rangindum vegna þess að meginreglunni um jafnrétti hafi ekki verið beitt í þeirra tilviki, eigi kost á að ná rétti sínum fyrir dómstólum, eftir atvikum að undangenginni athugun hjá öðrum lögbærum aðilum.

Tilskipunin gerir ráð fyrir því að það sé stefnda að sanna að meginreglan um jafnrétti hafi ekki verið brotin ef þeir sem telja sig beitta rangindum, þar eð meginreglunni um jafnrétti hafi ekki verið beitt í þeirra tilviki, leggja fyrir dómstóla eða önnur lögbær yfirvöld staðreyndir sem gefa ástæðu til að ætla að bein eða óbein mismunun hafi átt sér stað.

Evrópudómstóllinn:

Þessi tilskipun kemur við sögu í ýmsum málum hjá Evrópudómstólnum þar sem fjallað er um kynbundinn launamun. Sjá hér m.a.

C-17/05. 3. október 2006. Cadman. 

Sjá umfjöllun um þetta mál í kafla um jöfn laun. 

_________________________________

C-196/02. 10. mars 2005. Nikoloudi.

Sjá umfjöllun um þetta mál í kafla um jöfn laun.

_________________________________


Sameinuð mál C-4/02 & C-5/02. 23. október 2003. Schönheit og Becker.

VEFTRÉ

Vinnuréttarvefnum er skipt upp í nokkra meginkafla sem hver um sig fjallar um flest sem viðkemur íslenskum vinnurétti, og umgjörð íslensks vinnumarkaðar.

  • Vinnuréttur
  • Um vinnuréttarvefinn