ALÞÝÐUSAMBAND ÍSLANDS

Sterk hreyfing Sterkt samfélag

Alþýðusamband Íslands eru heildarsamtök launafólks á almennum vinnumarkaði.
Fréttir

Af vettvangi vinnunnar

">
12Sep

Að neðan má sjá streymi frá viðburðinum Jafnrétti í heilbrigðisþjónustu, í Eddu – húsi íslenskunnar, 12.9.2024.

">
11Sep

Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins taka höndum saman gegn vinnumansali á Íslandi. Undanfarin misseri hafa komið upp á yfirborðið nokkur mál á íslenskum vinnumarkaði sem sýna að vinnumansal þrífst í íslensku samfélagi.   Hver er ábyrgð samfélagsins og hvernig getum við komið í veg fyrir vinnumansal? Hvernig gengur okkur að vernda þolendur vinnumansals?  Skráning er hafin […]

">
10Sep

Nú er nóg komið og tímabært að stjórnvöld axli ábyrgð á því síversnandi efnahagsástandi sem birtist landsmönnum. Þrálát verðbólga og háir vextir hafa haft alvarlegar afleiðingar á fjölda heimila og ástandið bitnar verst á þeim sem minnst hafa á milli handanna. Á sama tíma hafa stjórnvöld brugðist hlutverki sínu með sinnuleysi í þessu helsta viðfangsefni […]

05mar

Nýútkomin skýrsla Vörðu – Rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins um lífsskilyrði launafólks var birt í dag. Niðurstöður byggja á rannsókn sem náði til…

01mar

Mímir-símenntun og Alþýðusamband Íslands stóðu fyrir ráðstefnu í gær, fimmtudaginn 29. febrúar sem bar yfirskriftina Við vinnum með íslensku. Um…

01mar

Hádegisfundur í tilefni af Alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars. Til fundarins bjóða ASÍ, BHM, BSRB, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Fíh, Kennarasamband…

Viðburðir

Næstu viðburðir

16
október

46. þing ASÍ

Dagana 16. – 18. október
Stefna Alþýðusambands Íslands

Stefnumál

Alþýðusamband Íslands er heildarsamtök launafólks á Íslandi og beitir sér fyrir velferð og lífsgæðum landsmanna. Það berst fyrir bættum kjörum, jöfnum rétti, sömu launum fyrir jafnverðmæt störf og leggur sérstaka áherslu á jafnan rétt óháð kyni, búsetu og þjóðerni.

Alþjóðamál

ASÍ tekur þátt í samstarfi verkalýðshreyfingarinnar á norrænum, evrópskum og alþjóðlegum vettvangi.

Atvinnumál

ASÍ styður atvinnuuppbyggingu með störfum sem standa undir góðum lífskjörum

Vinnuvernd

Verkalýðshreyfingin sér til þess að staðið sé við skuldbindingar um vinnuvernd.

Húsnæðismál

Öruggt og gott húsnæði á viðráðanlegum kjörum er grundvallarþáttur í velferð launafólks.

Lífeyrismál

Við leggjum saman í sjóð sem er ávaxtaður til að greiða okkur öllum lífeyri til æviloka.

Menntamál

Menntun í atvinnulífinu er hagsmuna­mál og viðfangsefni launafólks og atvinnurekenda.

Skattamál

Í stuttu máli styður ASÍ að fólk greiði skatta eftir efnum en fái grunnþjónustu eftir þörfum.

Umhverfismál

Við viljum sjálfbært samfélag þar sem velferð okkar rýrir ekki velferð komandi kynslóða.

Jafnréttis- og fjölskyldumál

Jafn réttur og tækifæri til launa og starfa eru grundvallar­mannréttindi.

Velferðarmál

Velferðarkerfið á að tryggja grundvallarmannréttindi og er forsenda félagslegrar samheldni.

Kynntu þér málin betur Skoða stefnur ASÍ

1916

Alþýðusambandið var stofnað 12. mars 1916

Alþýðusamband Íslands er samband stéttarfélaga launafólks á almennum vinnumarkaði. ASÍ er stærsta fjöldahreyfing launafólks á landinu. Um tveir þriðju hlutar launamanna í skipulögðum samtökum á Íslandi eru í ASÍ.

Verkalýðshreyfingin í heild og Alþýðusamband Íslands, sem miðpunktur hennar er helsti drifkraftur jákvæðra breytinga í íslensku samfélagi síðustu 100 árin.

Finnbjörn A. Hermannsson | Forseti ASÍ

SAGA ASÍ

Í SAMTÖK - TIL VELFERÐAR

Fullyrða má að allir helstu sigrar í réttindabaráttu launafólks og allrar alþýðu hér á landi eru beint eða óbeint árangur af starfi Alþýðusambands Íslands og aðildarsamtaka þess. Það er jafnframt ljóst að þessir sigrar kostuðu oft mikil átök og miklar fórnir þess verkafólks sem stóð í eldlínunni.

Það er því mikilvægt að kynna sér og skilja sögu verkalýðshreyfingarinnar á Íslandi, til að skilja til fulls þá samfélagsgerð sem við búum við í dag. 

Árið 2013 var saga ASÍ, rituð af sagnfræðingnum Sumarliða Ísleifssyni, gefin út í tveimur bindum.

Fyrra bindið ber undirtitilinn Í samtök og nær yfir tímabilið 1916-1960 og hið síðara kallast Til velferðar og nær frá 1960-2010.

Bókin var gefin út áf rafrænu formi árið 2016, á 100 ára afmæli sambandsins.

Play Video
Saga ASÍ

Vefur um sögu ASÍ

ASÍ-logo-hvítt
0

AÐILDARFÉLÖG

icon-11-1.png
0

Landssambönd

icon-9-1.png
0 K

Félagar

Skipulag sambandsins

Félögin í Alþýðusambandinu

Sterkari SAMAN

Landssamböndin í ASÍ

Félögin innan Alþýðusambands Íslands eiga flest aðild sína í gegnum landssambönd en nokkur þeirra í gegnum beina aðild að ASÍ. Landssamböndin eru fimm talsins og ná yfir helstu atvinnuvegi landsins.

ÚTGÁFA ASÍ

Íslenskur vinnumarkaður 2023

ERLENT LAUNAFÓLK OG BROTASTARFSEMI Á VINNUMARKAÐI

Alþýðusamband Íslands (ASÍ) hefur birt nýja skýrslu um vinnumarkaðinn

hér á landi. Sérstök áhersla er lögð á erlent launafólk og vinnumarkaðsbrot sem það verður fyrir.

Samkvæmt gögnum frá átta aðildarfélögum Alþýðusambandsins var rúmlega helmingur launakrafna í fyrra gerður fyrir félagsfólk af erlendum uppruna. Á sama tíma var erlent verkafólk um fimmtungur þess fjölda sem var á vinnumarkaði.

Alþýðusamband Íslands gefur út fjölbreyttar greiningar og skýrslur um íslenskan vinnumarkað yfir árið.

Einnig veitir ASÍ umsagnir um flest þingmál sem varða íslenskan vinnumarkað og hag íslensks launafólks.

Þá sendir miðstjórn ASÍ reglulega frá sér ályktanir um málefni sem tengjast íslenskum vinnumarkaði.

Vinnuréttur

Vinnuréttarvefur ASÍ

Vinnuréttarvefur ASÍ er upplýsingavefur fyrir launafólk, atvinnurekendur og allan almenning. Vefurinn er þarft verkfæri í höndum þeirra sem þurfa starfs síns vegna upplýsingar um þær reglur sem gilda á íslenskum vinnumarkaði.

Réttindi og skyldur

Öll helstu réttindi og skyldur launafólks og atvinnurekenda með vísan til laga, dóma og kjarasamninga.

Stéttarfélög og vinnudeilur

Hlutverk stéttarfélaga, skipulag þeirra og vernd.

Trúnaðarmenn stéttarfélaga

Trúnaðarmenn gegna veigamiklu hlutverki í verkalýðshreyfingunni. Kynntu þér réttindi þeirra og skyldur.

Fæðingar- og foreldraorlof

Reglur og skilgreiningar í tengslum við foreldra- og fæðingarorlof. 

Evrópskur vinnuréttur

Á grundvelli EES-samningsins sem tók gildi 1994 hafa fjölmargar reglur á sviði vinnu- og félagsmála verið lögfestar og/eða teknar upp í kjarasamninga aðila vinnumarkaðarins hér landi.

Alþjóðlegur vinnuréttur

Umfjöllun um heimildir á sviði alþjóðlegs vinnuréttar, aðallega skv. samþykktum Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO).

Skrifstofa ASÍ

Í þjónustu við félögin

Rekstur- og þjónusta

Daglegur rekstur og samskipti við félög

Hagfræði- og greiningarsvið

Rannsóknir og ráðgjöf um kjara- og efnahagsmál

Lögfræði- og vinnumarkaðssvið

Þjónusta við aðildarfélög og aðstoð við kjarasamninga

Fræðslusvið

Námskeið og önnur fræðslumál tengd hreyfingunni

Miðlunarsvið

Miðlun og útgáfa