VINNURÉTTARVEFUR ASÍ

Laun og vinnutími

Hér á landi eru lágmarkslaun eru ákveðin í kjarasamningum skv. ákvæðum laga nr. 80/1938 og skv. lögum nr. 55/1980 en um laun umfram ákvæði kjarasamninga er samið í ráðningarsamningum. Öll ákvæði ráðningarsamninga, formlegra eða óformlegra, um lægri laun, uppbætur eða starfstengdar greiðslur en kjarasamningar mæla fyrir um eru ógild. Í kjarasamningum er jafnframt samið um laun fyrir vinnu sem unnin er utan umsamins dagvinnutíma. Um þessa tvo þætti er aðallega fjallað í þessum kafla en um vinnutíma og um samhengi hans við vinnuvernd er fjallað í kaflanum um aðbúnað og hollustuhætti, „Vinnu og hvíldartímareglur“.

VEFTRÉ

Vinnuréttarvefnum er skipt upp í nokkra meginkafla sem hver um sig fjallar um flest sem viðkemur íslenskum vinnurétti, og umgjörð íslensks vinnumarkaðar.

  • Vinnuréttur
  • Um vinnuréttarvefinn