Í 4. og 5. gr. laganna er fjallað um eftirlit á vinnustöðum og eftirfylgni eftirlits. Þar kemur fram að eftirlitsfulltrúum samtaka aðila vinnumarkaðarins sé heimilt að fara í eftirlitsheimsóknir á vinnustaði atvinnurekanda til að ganga úr skugga um að starfsemi sé í samræmi við lög, reglugerðir og kjarasamninga. Eftirlitsfulltrúar skulu bera skírteini við störf sín sem samtök aðila vinnumarkaðarins gefa sameiginlega út. Eftirlitsfulltrúunum skal veittur aðgangur að vinnustöðum í þágu eftirlitsins.
Samkvæmt lögunum er eftirlitsfulltrúum heimilt að afla nauðsynlegra upplýsinga um starfsemina er varða eftirlitið. Sem dæmi um upplýsingar sem eru nauðsynlegar vegna eftirlits eru:
- Vinnustaðaskírteini
- Launaseðlar
- Tímaskriftir
- Viðveruskráningar
- Ráðningarsamningar
- Vinnuplön og vaktaplön
- Upplýsingar um atvinnuleyfi