VINNURÉTTARVEFUR ASÍ

Samspil tímabundinnar ráðningar og ótímabundinnar

Sé fólk ráðið áfram til starfa eftir lok tímabundinnar ráðningar, án þess að framlengingin sé tímabundin, hefst ótímabundin ráðning og verður að segja fólki upp með lög og samningsbundnum uppsagnarfresti. Telja verður að það sama gildi ef tímabundin ráðning er framlengd eða endurnýjuð í andstöðu við lög nr. 139/2003. Sjá „Framlenging og endurnýjun“ hér fyrir neðan. 

Oft gerist það þegar búið er að segja starfsmanni upp að hann er beðinn um að vinna áfram tímabundið. Uppsögnin er til dæmis framlengd um einn mánuð. Svo framarlega sem atvinnurekandi er ekki með þessu háttalagi að koma sér hjá lögbundnum uppsagnarfresti, með því að ráða fólk um lengri tíma tímabundið til eins mánaðar í senn, hefur framlenging með þessum hætti verið látin átölulaus. En atvinnurekanda ber að virða ákvæði um uppsagnarfrest og getur almennt ekki ítrekað ráðið fólk tímabundið. 

VEFTRÉ

Vinnuréttarvefnum er skipt upp í nokkra meginkafla sem hver um sig fjallar um flest sem viðkemur íslenskum vinnurétti, og umgjörð íslensks vinnumarkaðar.

  • Vinnuréttur
  • Um vinnuréttarvefinn