Komi veikindi í veg fyrir að maður geti farið í orlof á þeim tíma sem atvinnurekandi ákveður getur maður farið í orlof á öðrum tíma samkvæmt 6. gr. orlofslaga nr. 30/1987. Þó skal orlofi hans vera lokið fyrir 31. maí næstan á eftir. Í kjarasamningum er samið um það að veikist maður í orlofi geti hann fengið viðbótarorlof að uppfylltum ákveðnum formskilyrðum. Sjá nánari umfjöllun í kaflanum um veikindi í orlofi hér.