Kostnaður vegna innheimtu kröfu
Ef krafa launamanns eða lífeyrissjóðs nýtur ábyrgðar sjóðsins þá á kröfuhafi rétt á greiðslu eðlilegs kostnaðar vegna innheimtu hennar, þ.m.t. dæmds málskostnaðar.
Skiptatrygging
Auk innheimtukostnaðar ber sjóðurinn einnig ábyrgð á greiðslu skiptatryggingar sem launamaður eða lífeyrissjóður hefur greitt.
Reglur stjórnar Ábyrgðarsjóðs launa
Stjórn Ábyrgðarsjóðs launa skal setja reglur sem ráðherra staðfestir um hámark á greiðslu kostnaðar og önnur skilyrði fyrir ábyrgð sjóðsins á kröfum sem njóta ábyrgðar sjóðsins.