Allir eiga rétt á heilbrigðu starfsumhverfi án hvers kyns ofbeldis. Sett hefur verið reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum, nr. 1009/2015. Er henni ætlað að koma í veg fyrir einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni og ofbeldi á vinnustöðum, meðal annars með forvörnum, stuðla að gagnkvæmri virðingu á vinnustöðum, svo sem með því að auka vitund og skilning á að einelti, kynferðisleg áreitni, kynbundin áreitni og ofbeldi er hegðun sem er óheimil á vinnustöðum, gripið verði til aðgerða í samræmi við skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað, sbr. II. kafla, komi fram kvörtun, ábending eða rökstuddur grunur um einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni eða ofbeldi á vinnustað og að gripið verði til aðgerða í samræmi við skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað, sbr. II. kafla, verði atvinnurekandi var við einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni eða ofbeldi á vinnustað eða ágreining í samskiptum starfsmanna sem líkur eru á að leitt geti til slíkrar hegðunar verði ekki gripið til aðgerða.
Rannsóknir hafa verið gerðar á umfangi kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni á vinnumarkaði og eru niðurstöðurnar sláandi. Tæplega þriðjungur kvenkyns svarenda svaraði því til að þær hafi orðið fyrir áreitni í vinnunni, sbr. Vísindarannsókn Háskóla Íslands um áfallasögu kvenna, sem þó er enn í vinnslu.
ASÍ, BSRB, BHM, KÍ, Jafnréttisráð og Jafnréttisstofa gáfu út bækling þar sem fjallað er um kynbundna og kynferðislega áreitni og ofbeldi á vinnustöðum sem finna má hér.