Gæta verður ákvæða laga nr. 10/2008 við uppsagnir eins og við ráðningu starfsmanna. Í Hrd. frá 17. apríl 1997 var tekist á um það hvort atvinnurekanda hefði verið heimilt að segja upp konu í stað karls á vinnustað þar sem fækka þurfti vegna skipulagsbreytinga. Talið var að svo hefði verið þar sem konunni tókst ekki að sýna fram á að konur væru almennt í minnihluta í þessum störfum hjá fyrirtækinu. Um jafnrétti á vinnumarkaði er nánar fjallað hér.