VINNURÉTTARVEFUR ASÍ

Sjóveðréttur

Um sjómenn gildir sú sérregla samkvæmt 197. gr. siglingalaga nr. 34/1985 að kröfur skipstjóra og skipverja til launa og annarrar þóknunar og slysabóta eru tryggðar með sjóveðrétti í skipi og farmgjaldi. Samkvæmt 198. gr. laganna gengur sjóveðréttur í skipi og farmgjaldi fyrir öllum öðrum eignarhöftum sem á eignum þessum hvíla. Sjóveðréttur í skipi helst þó að eigendaskipti verði á því. Sé skip selt á nauðungaruppboði fellur hann niður en sjóveðhafar eiga þá heimtingu á að fá kröfu sína greidda af söluandvirði miðað við fulla fjárhæð.

Sjóveðréttur fyrir launum fyrnist á einu ári frá því krafan féll í gjalddaga. Ef sjóveðréttur er fenginn með dómi eða dómsátt verður að þinglýsa honum innan 6 vikna til að hann haldi gildi sínu gagnvart þeim viðsemjendum eigandans sem grandlausir eru. 

VEFTRÉ

Vinnuréttarvefnum er skipt upp í nokkra meginkafla sem hver um sig fjallar um flest sem viðkemur íslenskum vinnurétti, og umgjörð íslensks vinnumarkaðar.

  • Vinnuréttur
  • Um vinnuréttarvefinn