Á þessum hluta Vinnuréttarvefs ASÍ er fjallað um öll helstu réttindi og skyldur launafólks og atvinnurekenda með vísan til laga, dóma og kjarasamninga. Reynt er að haga framsetningu þannig að umfjöllunin sé aðgengileg bæði fyrir launafólk sem vill skoða réttarstöðu sína, atvinnurekendur og lögfræðinga. Byrjað er á því að fjalla um stofnun ráðningarsambands, launin og öll helstu réttindi og skyldur aðila meðan ráðningarsamband varir. Síðan er fjallað um lok ráðningarsambands sem getur orðið með ýmsum hætti og þá hver réttarstaða launafólks er í framhaldinu.
Á hverju ári fellur hér á landi fjöldi dóma á sviði einstaklingsbundins vinnuréttar bæði héraðs- og hæstaréttardómar. Reynt er að uppfæra vefhlutann með tilliti til þess bæði til fyllingar og breytinga efir hvað við á. Það sama gildir um dóma EFTA-dómstólsins, dómstóls Evrópusambandsins og niðurstöður Eftirlitsstofnunar ESA en allt getur þetta haft áhrif á þróun vinnuréttar hér á landi og réttarstöðu launafólks.