Í 11. gr. laga um fæðingar- og foreldraorlof nr. 95/2000 er kveðið á um skyldur atvinnurekenda til að meta eða láta fara fram mat á áhættuþáttum varðandi vinnuaðstæður og skipulag vinnunnar með tilliti til öryggis og heilbrigðis þungaðrar konu, konu sem hefur nýlega alið barn eða konu sem er með barn á brjósti. Þessar skyldur og framkvæmd þeirra eru síðan útfærðar frekar í reglugerð um ráðstafanir til þess að auka öryggi og heilbrigði á vinnustöðum fyrir konur sem eru þungaðar, hafa nýlega alið barn eða hafa barn á brjósti nr. 931/2000. Nánar er fjallað um vinnuvernd mæðra og þungaðra kvenna í kaflanum um fæðingarorlof. „Vinnuvernd mæðra og þungaðra kvenna„.