VINNURÉTTARVEFUR ASÍ

Uppsögn

Fram kemur í samningnum að það teljist ekki vera gilda ástæða uppsagnar að starfsmaður neiti að fara úr fullu starfi í hlutastarf eða öfugt. Meira þarf til og vísar 3.mgr. 4.gr. laga nr. 10/2004 um starfsmenn í hlutastörfum til þess að uppsögn teljist ekki andstæð lögunum ef hún er í samræmi við lög, kjarasamninga eða venju og stafar af öðrum ástæðum, svo sem rekstrarþörfum viðkomandi fyrirtækis eða stofnunar.

VEFTRÉ

Vinnuréttarvefnum er skipt upp í nokkra meginkafla sem hver um sig fjallar um flest sem viðkemur íslenskum vinnurétti, og umgjörð íslensks vinnumarkaðar.

  • Vinnuréttur
  • Um vinnuréttarvefinn