VINNURÉTTARVEFUR ASÍ

Slæleg vinnubrögð

Hluti af skyldum starfsmanna er að vinna störfin vel, að minnsta kosti í samræmi við það sem almennt má gera kröfu til.

Í Hrd. 1951:197 var deilt um riftun á ráðningarsamningi starfsmanns en atvinnurekandi hélt því fram að vinnubrögð mannsins væru svo slæleg að honum hefði verið heimilt til að rifta ráðningarsamningi. Voru ástæður ekki taldar tilefni riftunar, meðal annars þar sem maðurinn var ekki áminntur sérstaklega og honum gefinn kostur á að bæta ráð sitt. Segja má að sé atvinnurekandi óánægður með vinnubrögð starfsmanns sé honum oftast í lófa lagið að segja manninum upp, en ekki sé eðlilegt að grípa til svo afdrifaríkra aðgerða að víkja manni úr starfi fyrirvaralaust.

Sjá einnig Hrd. nr. 298/2001 og Hrd. nr. 40/2003.

VEFTRÉ

Vinnuréttarvefnum er skipt upp í nokkra meginkafla sem hver um sig fjallar um flest sem viðkemur íslenskum vinnurétti, og umgjörð íslensks vinnumarkaðar.

  • Vinnuréttur
  • Um vinnuréttarvefinn