Launagreiðandi ber ábyrgð á heilbrigði og öryggi fjarvinnustarfsmanns vegna vinnunnar í samræmi við löggjöf og kjarasamninga. Hann upplýsir fjarvinnustarfsmann um stefnu fyrirtækisins í heilbrigðis- og öryggismálum vegna vinnunnar sérstaklega hvað varðar skjávinnu. Fjarvinnustarfsmaður fer með réttum hætti eftir þessari stefnu.
Til þess að staðfesta að viðeigandi reglum um heilbrigði og öryggi sé fylgt hafa launagreiðandi, trúnaðarmenn og/eða viðeigandi yfirvöld aðgang að þeim stað þar sem fjarvinna fer fram, með þeim takmörkum sem lög og kjarasamningar geyma. Vinni fjarvinnustarfsmaður á heimili sínu er slíkur aðgangur háður fyrirfram tilkynningu og samþykki hans/hennar. Fjarvinnustarfsmaður getur og óskað eftir eftirlitsheimsókn.