VINNURÉTTARVEFUR ASÍ

Starfsendurhæfingarsjóður

Í kjarasamningum þeim sem undirritaðir voru þann 17.2 2008 gerðu ASÍ og Samtök atvinnulífsins samkomulag um nýtt fyrirkomulag endurhæfingar. Markmið aðila er að koma að málum eins snemma og kostur er til að stuðla að því að hver einstaklingur verði svo virkur á vinnumarkaði sem vinnugeta hans leyfir. Sérstakur sjóður, VIRK-starfsendurhæfingarsjóður var stofnaður í því skyni að skipuleggja og hafa umsjón með störfum þjónustufulltrúa á vegum stéttarfélaganna, greiða kostnaðinn af störfum þeirra og kostnaðinn af ráðgjöf fagaðila. Ennfremur hefur VIRK-starfsendurhæfingarsjóður fjármuni til þess að greiða fyrir kostnað við úrræði og endurhæfingu til viðbótar því sem veitt er af hinni almennu heilbrigðisþjónustu. Miðað er við að í heild verði ráðstafað 0,39% af launum til starfsendurhæfingarsjóða en lög nr. 60/2012 um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða, voru sett um starfsemi sjóðanna og greiðsluskyldu til þeirra.

VEFTRÉ

Vinnuréttarvefnum er skipt upp í nokkra meginkafla sem hver um sig fjallar um flest sem viðkemur íslenskum vinnurétti, og umgjörð íslensks vinnumarkaðar.

  • Vinnuréttur
  • Um vinnuréttarvefinn