VINNURÉTTARVEFUR ASÍ

Laun

Um laun, launagreiðslur, fyrirkomulag á greiðslu launa o.s.frv. er fjallað um í lögum en þó fyrst og fremst kjarasamningum. Í 1. gr. laga nr. 55/1980, um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda segir orðrétt: „Laun og önnur starfskjör, sem aðildarsamtök vinnumarkaðarins semja um, skulu vera lágmarkskjör, óháð kyni, þjóðerni eða ráðningartíma fyrir alla launamenn í viðkomandi starfsgrein á svæði því er samningurinn tekur til. Samningar einstakra launamanna og atvinnurekenda um lakari kjör en hinir almennu kjarasamningar ákveða skulu ógildir.“  

Laun og önnur starfskjör launafólks eru samkvæmt framansögðu viðfangsefni aðila vinnumarkaðarins. Að því er varðar önnur starfskjör en laun þá hefur löggjafinn á ýmsum sviðum sett lög þar sem ákveðin lágmarksréttindi eru tryggð. Slík lágmarksréttindi eru síðan útfærð nánar í kjarasamningnum.

VEFTRÉ

Vinnuréttarvefnum er skipt upp í nokkra meginkafla sem hver um sig fjallar um flest sem viðkemur íslenskum vinnurétti, og umgjörð íslensks vinnumarkaðar.

  • Vinnuréttur
  • Um vinnuréttarvefinn