VINNURÉTTARVEFUR ASÍ

Félagsdómur

Hlutverk Félagsdóms er að dæma í réttarágreiningi aðila vinnumarkaðarins.

Samkvæmt 44. gr. laganna nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur er verkefni Félagsdóms að fjalla um:

  1. Mál sem rísa út af kærum um brot á lögum nr. 80/1938 og tjóni sem orðið hefur vegna ólögmætra vinnustöðvana.   
  2. Mál sem rísa út af kærum um brot á vinnusamningi eða út af ágreiningi um skilning á vinnusamningi eða gildi hans. 
  3. Önnur mál milli verkamanna og atvinnurekenda, sem aðilar hafa samið um að leggja fyrir dóminn, enda séu að minnsta kosti þrír af dómendum því meðfylgjandi.

Meirihluti mála sem rekin eru fyrir Félagsdómi falla undir annan tölulið lið 44. gr., þ.e. ágreiningur aðila snýst um túlkun á ákvæðum kjarasamninga.

Mál sem höfðuð eru til innheimtu vangoldinna launa eru ekki rekin fyrir Félagsdómi heldur heyra þau undir hina almennu dómstóla. 

VEFTRÉ

Vinnuréttarvefnum er skipt upp í nokkra meginkafla sem hver um sig fjallar um flest sem viðkemur íslenskum vinnurétti, og umgjörð íslensks vinnumarkaðar.

  • Vinnuréttur
  • Um vinnuréttarvefinn