VINNURÉTTARVEFUR ASÍ

Meðlög

Meðlagsskuldir má og ber að draga af kaupi sé þess krafist en embætti sýslumanna annast  innheimtu meðlagskrafna hjá foreldrum. Ef vanrækt er að verða við innheimtukröfu getur sýslumaður m.a. krafið launagreiðanda um að halda eftir hluta af kaupi eða aflahlut til lúkningar meðlögum. Slíkar kröfur ganga fyrir öðrum kröfum, þar á meðal kröfum sveitarsjóða og innheimtumanna ríkissjóðs. Launagreiðendur skulu halda slíku innheimtufé aðgreindu frá eigin fé. Vanræki launagreiðandi að verða við slíkri kröfu ber hann ábyrgð gagnvart ríkissjóði allt að þeirri fjárhæð sem hann hefur greitt meðlagsgreiðanda, eftir að krafa um launaafdrátt barst honum. Sama gildir ef launagreiðandi tekur ekki tilskilda fjárhæð af kaupi eða aflahlut eða ef hann skilar ekki innheimtu meðlagsfé innan hálfs mánaðar.

Launagreiðendur skulu þó aldrei halda eftir meiru en nemur 50% af heildarlaunagreiðslu hverju sinni til greiðslu á meðlögum sem kaupgreiðanda er skylt að halda eftir af launum viðkomandi.

Nánari upplýsingar er að finna hér.  

VEFTRÉ

Vinnuréttarvefnum er skipt upp í nokkra meginkafla sem hver um sig fjallar um flest sem viðkemur íslenskum vinnurétti, og umgjörð íslensks vinnumarkaðar.

  • Vinnuréttur
  • Um vinnuréttarvefinn