Innan ramma laga, kjarasamninga og reglna fyrirtækisins skipuleggur fjarvinnustarfsmaður sjálfur vinnutíma sinn.
Viðmið varðandi vinnuálag og kröfur til fjarvinnustarfsmanns eru þau sömu og fyrir sambærilega starfsmenn í starfsstöð launagreiðanda.
Launagreiðanda tryggir að gerðar séu ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir að fjarvinnustarfsmaður einangrist frá samfélagi við aðra starfsmenn í fyrirtækinu með því t.d. að gefa honum tækifæri til þess að hitta vinnufélaga með reglulegum hætti og eiga aðgang að þeim upplýsingum sem fyrirtækið veitir.
Fjarvinnustarfsmenn eiga sama aðgang að þjálfun og möguleikum til starfsframa eins og sambærilegir starfsmenn í starfsstöð launagreiðanda og skulu háðir sömu stefnu hvað varðar mat á árangri í starfi og þessir starfsmenn.
Fjarvinnustarfsmenn hljóta viðeigandi þjálfun með tilliti til þess búnaðar sem þeir hafa til ráðstöfunar og sérkenna þessa forms á vinnuskipulagi. Yfirmaður fjarvinnustarfsmanns og beinir starfsfélagar hans geta jafnframt þurft þjálfun vegna þessa vinnuforms og stjórnunar þess.