VINNURÉTTARVEFUR ASÍ

Nokkur hugtök

Hugtökin jafnrétti og mismunun eru tvö ólík hugtök sem þó tengjast og fylgjast að. Jafnrétti má skilgreina sem svo að allir einstaklingar eigi að njóta sambærilegra réttinda og aðrir í sambærilegri stöðu. Skilgreining á því hvað teljist sambærileg staða er matskennd og tilvikin margbreytileg, en ljóst er að líta þarf til þeirra þátta sem m.a. er að finna í 65. gr. Stjórnarskrár Íslands sem áður er vitnað til.

Mismunun er flokkuð í beina og óbeina mismunun. Bein mismunun er það þegar einstaklingi er, hefur verið, eða mun verða veitt lakari meðferð en öðrum í sambærilegri stöðu á grundvelli eiginleika, svo sem vegna fötlunar, kynhneigðar, kynþáttar o.fl. Óbein mismunun er það þegar að því virðist hlutlaust skilyrði, viðmið eða venja setur fólk, sem grundvöllur mismunar á við um, í verri stöðu en aðra nema að skilyrðið, viðmiðið eða venjan sé réttlæt á hlutlausan hátt.

Til þess að hægt sé að ná jafnrétti kann einnig að vera nauðsynlegt að beita jákvæðri mismun. Mismunun er talin vera jákvæð þegar réttlæting hennar er falin í sér að aðgerðir til að útrýma ríkjandi mismunun myndu ella taka of langan tíma eða væru ólíklegar til að takast. Slíkar aðgerðir þurfa þó að vera í samræmi við meðalhóf.

VEFTRÉ

Vinnuréttarvefnum er skipt upp í nokkra meginkafla sem hver um sig fjallar um flest sem viðkemur íslenskum vinnurétti, og umgjörð íslensks vinnumarkaðar.

  • Vinnuréttur
  • Um vinnuréttarvefinn