VINNURÉTTARVEFUR ASÍ

Réttur til foreldraorlofs

Réttur til foreldraorlofs eru 4 mánuðir samtals vegna hvers barns. 

Starfsmaður á rétt til töku foreldraorlofs eftir að hafa starfað samfellt í sex mánuði hjá sama atvinnurekanda. 

Réttur til töku foreldraorlofs stofnast við:

• fæðingu barns,
• frumættleiðingu barns yngra en átta ára,
• töku barns yngra en átta ára í varanlegt fóstur

Við ættleiðingu eða töku barns í varanlegt fóstur er miðað við þann tíma þegar barnið kemur inn á heimilið. Ef foreldrar þurfa að sækja barnið til annarra landa getur foreldraorlof hafist við upphaf ferðar.

Hvort foreldri um sig á sjálfstæðan rétt til foreldraorlofs sem ekki er framseljanlegur.

Réttur til töku foreldraorlofs fellur niður þegar barnið nær 8 ára aldri. Rétturinn getur þó framlengst til 9 ára aldurs verði ákvörðun atvinnurekanda um frestun foreldraorlofs til þess að starfsmaður nær ekki að ljúka töku foreldraorlofs áður en barnið nær átta ára aldri.

VEFTRÉ

Vinnuréttarvefnum er skipt upp í nokkra meginkafla sem hver um sig fjallar um flest sem viðkemur íslenskum vinnurétti, og umgjörð íslensks vinnumarkaðar.

  • Vinnuréttur
  • Um vinnuréttarvefinn