VINNURÉTTARVEFUR ASÍ

Ólögleg verkföll og óleyfileg fundarhöld

Brjóti trúnaðarmaður vísvitandi kjarasamninga eða ákvæði vinnulöggjafarinnar er heimilt að segja honum upp starfi. Félagsdómur hefur lagt áherslu á það atriði að trúnaðarmenn á vinnustöðum séu gott fordæmi og gæti þess að framfylgja af sinni hálfu fyrirmælum þess kjarasamnings og reglum á vinnustað sem þeir eiga að gæta að fylgt sé að hálfu vinnuveitanda. Sjá hér Félagsdóm 4/1966 (VI:38).

VEFTRÉ

Vinnuréttarvefnum er skipt upp í nokkra meginkafla sem hver um sig fjallar um flest sem viðkemur íslenskum vinnurétti, og umgjörð íslensks vinnumarkaðar.

  • Vinnuréttur
  • Um vinnuréttarvefinn