VINNURÉTTARVEFUR ASÍ

Samþykktir ILO

Samþykktum ILO hefur verið skipt upp í þrjá meginflokka. Í fyrsta lagi svokallaðar grundvallarsamþykktir sem fjalla um grundvallarréttindi á vinnumarkaði og hafa gildi fyrir öll aðildarríki ILO þó formleg staðfesting hafi ekki átt sér stað. Í öðru lagi svokallaðar forgangssamþykktir sem aðildarríkin eru hvött til þess að staðfesta og loks í þriðja lagi aðrar samþykktir en margar þeirra eru ekki taldar eiga við um atvinnulíf samtímans.

Grundvallarsamþykktirnar eru nr. 29, um nauðungarvinnu eða skylduvinnu, nr. 87, um félagafrelsi og verndun þess, nr. 98 , um beitingu grundvallarreglnanna um réttinn til að stofna félög og semja sameiginlega, nr. 100. um jöfn laun karla og kvenna fyrir jafn verðmæt störf, nr.105, um afnám nauðungarvinnu, nr.111, um misrétti með tilliti til atvinnu og starfs, nr.138, um lagmarksaldur við vinnu, og nr. 182, um bann við barnavinnu í sinni verstu mynd og tafarlausar aðgerðir til að afnema hana. Á 100 ára afmæli ILO 2019 var ákveðið að setja í gang vinnu í því skyni að gera aðbúnað og hollustu að grundvallarréttindum og í framhaldinu að ákveða hvaða Samþykktir á því sviði taki stöðu sem grundvallarsamþykktir.

Samþykktir ILO í íslenskri þýðingu frá og með aðild Íslands (S-68 og áfram) má finna á vef Félagsmálaráðuneytisins. Allar Samþykktir ILO á ensku má finna á vef ILO, flokkaðar eftir efni. 

VEFTRÉ

Vinnuréttarvefnum er skipt upp í nokkra meginkafla sem hver um sig fjallar um flest sem viðkemur íslenskum vinnurétti, og umgjörð íslensks vinnumarkaðar.

  • Vinnuréttur
  • Um vinnuréttarvefinn