Áhrif tómlætis eru mikil í vinnurétti. Geri starfsmenn ekki athugasemd við ákveðna framkvæmd á kjarasamningi er hætt við að sú framkvæmd hefðist. Geri starfsmaður ekki athugasemd við rangan útreikning á launum sínum, sem honum er kunnugt um, glatar hann rétti til að fá leiðréttingu síðar. Sjá hér um m.a. Hrd. 1951:162, Hrd.1977:1299, Hrd. 1980:998, Hrd. 1991:70 og Hrd. 1997:1905