Tilvik þar sem vinna er bönnuð fyrir þungaðar konur
Í viðauka við reglugerð 931/2000 kemur fram skrá yfir helstu skaðvalda og vinnuskilyrði, þar sem vinna er bönnuð fyrir þungaðar konur.
- Skaðvaldar.
Þeir eðlisfræðilegir skaðvaldar sem eru nefndir eru vinna undir miklum þrýstingi, t.d. í þrýstiklefum og við köfun.
Þar eru eftirfarandi líffræðilegir skaðvaldar taldir upp, nema þungaðir starfsmenn séu sannanlega nægilega varðir gegn slíkum áhrifavöldum með ónæmisaðgerð:
- Bogfrymill
- Veira rauðra hunda
Loks, eru efnafræðilegir skaðvaldar, nánar til tekið blý og blýsambönd, ef hætta er á að mannslíkaminn taki þessa skaðvalda upp, sbr. og 5. mgr. 10. gr. reglna nr. 698/1995 um vinnu með blý og blýsölt.
- Vinnuskilyrði.
Vinna neðanjarðar í námum.
Tilvik þar sem vinna er bönnuð fyrir konur sem hafa barn á brjósti
- Skaðvaldar
Í þessu skyni eru nefndir efnafræðilegir skaðvaldar, blý og blýsambönd, ef hætta er á að mannslíkaminn taki þessa áhrifavalda upp, sjá nánar reglur nr. 698/1995 um vinnu með blý og blýsölt.
- Vinnuskilyrði.
Vinna neðanjarðar í námum.