VINNURÉTTARVEFUR ASÍ

Réttmætar og málefnalegar ástæður atvinnurekanda

Forsendurnar verða að vera málefnalegar og til þess ætlaðar fyrst og fremst að vernda líf og limi einstaklinga og/eða minnka hættuna á stórfelldu eigna- eða umhverfistjóni. Um getur t.d. verið að ræða störf er lúta að þungaflutningum, mannvirkjagerð, öryggisgæslu, heilbrigðisþjónustu, umönnun og þungaiðnaði (ath. ekki tæmandi talning). Almennt þarf að meta hvert starf fyrir sig og því er það ekki í samræmi við góða starfshætti að setja almennar reglur sem miða að tiltekinni starfsemi án þess að greind séu þau störf innan hennar sem eru varasöm í framangreindum skilningi.

Skýrt fordæmi hér um er að finna í dómi Landsréttar nr. 186/2023 þar sem reyndar var um að ræða skyldu skurðhjúkrunarfræðings til þess að taka Covid-próf áður en hún gekk til starfa sinna. Því neitaði hún og var launagreiðanda talið heimilt að rifta ráðningarsamningi hennar.

VEFTRÉ

Vinnuréttarvefnum er skipt upp í nokkra meginkafla sem hver um sig fjallar um flest sem viðkemur íslenskum vinnurétti, og umgjörð íslensks vinnumarkaðar.

  • Vinnuréttur
  • Um vinnuréttarvefinn