VINNURÉTTARVEFUR ASÍ

Vímuefnaneysla

Líta verður á það sem almenna skyldu launafólks að því beri að sinna störfum sínum án þess að vera undir áhrifum áfengis, fíkniefna eða annarra vímuefna. Brot á þessum skyldum réttlætir hefðbundna uppsögn en getur einnig leitt til fyrirvaralausra uppsagna. Áhrifin geta auðveldlega dulist en eru að jafnaði mælanleg. Í kaflanum um persónuvernd launafólks er fjallað um vímuefnapróf og framkvæmd þeirra. Sjá hér um t.d. Hrd. 130/2015 og 3/2004 sem reifaðir eru hér að framan en báðir varða sjómenn. 

VEFTRÉ

Vinnuréttarvefnum er skipt upp í nokkra meginkafla sem hver um sig fjallar um flest sem viðkemur íslenskum vinnurétti, og umgjörð íslensks vinnumarkaðar.

  • Vinnuréttur
  • Um vinnuréttarvefinn