VINNURÉTTARVEFUR ASÍ

Sérákvæði um fatlaða

Lög um málefni fatlaðra nr. 59/1992 kveða á um forgang fatlaðra að störfum hjá ríki og sveitarfélagi. Í 32. gr. laganna segir að fatlaðir skuli eiga forgang að atvinnu hjá ríki og sveitarfélagi ef hæfni þeirra til starfsins er meiri eða jöfn hæfni annarra sem um starfið sækja. Sé að mati svæðisráðs gengið á rétt fatlaðs manns við veitingu starfs getur það krafið veitingarvaldshafa um skriflega greinargerð fyrir ákvörðun sinni í sambandi við stöðuveitinguna. Þótt ákvæðið taki þannig fyrst og fremst til forgangs við ráðningar hlýtur hið sama að gilda við uppsagnir og fækkun starfsfólks á vinnustöðum hjá hinu opinbera. 

VEFTRÉ

Vinnuréttarvefnum er skipt upp í nokkra meginkafla sem hver um sig fjallar um flest sem viðkemur íslenskum vinnurétti, og umgjörð íslensks vinnumarkaðar.

  • Vinnuréttur
  • Um vinnuréttarvefinn