VINNURÉTTARVEFUR ASÍ

Fæðingarstyrkur til foreldris utan vinnumarkaðar eða í minna en 25% starfi

Í 26. gr. fæðingarorlofslaga er fjallað um fæðingarstyrks til foreldra sem eru annað hvort utan vinnumarkaðar eða í minna en 25% starfi.

Skilyrðin fyrir því að öðlast slíkan styrk er að foreldri hafi átt lögheimili á Íslandi síðustu 12 mánuði fyrir fæðingu barns og eigi lögheimili hérlendis við fæðingu barns, ættleiðingu eða varanlegt fóstur.

Þá miðast rétturinn, líkt og fæðingarorlof þeirra í hærra starfshlutfalli, við að hvert foreldri fyrir sig fái 6 mánuði í fæðingarstyrk. Heimilt er að framselja sex vikur af sjálfstæðum rétti sínum til hins foreldrisins.

VEFTRÉ

Vinnuréttarvefnum er skipt upp í nokkra meginkafla sem hver um sig fjallar um flest sem viðkemur íslenskum vinnurétti, og umgjörð íslensks vinnumarkaðar.

  • Vinnuréttur
  • Um vinnuréttarvefinn