VINNURÉTTARVEFUR ASÍ

Tilkynning um töku fæðingarorlofs

Starfsmaður skal tilkynna atvinnurekanda sínum fyrirhugaða töku fæðingarorlofs eins fljótt og kostur er og í síðasta lagi átta vikum fyrir fyrirhugaðan fæðingardag barns.

Vilji foreldri breyta áður tilkynntum upphafsdegi fæðingarorlofs ber því að tilkynna það atvinnurekanda þrem vikum fyrir hinn nýja fyrirhugaða upphafsdag fæðingarorlofs.

Tilkynning skal vera skrifleg og skal þar tilgreina fyrirhugaðan upphafsdag orlofsins, lengd og tilhögun. Atvinnurekandi skal árita tilkynninguna um móttökudagsetningu og afhenda starfsmanni afrit hennar.

Fæðingarorlofssjóður hefur útbúið eyðublað vegna tilkynningar um töku fæðingarorlofs. Sjá nánar heimasíðu Fæðingarorlofssjóðs.

VEFTRÉ

Vinnuréttarvefnum er skipt upp í nokkra meginkafla sem hver um sig fjallar um flest sem viðkemur íslenskum vinnurétti, og umgjörð íslensks vinnumarkaðar.

  • Vinnuréttur
  • Um vinnuréttarvefinn