VINNURÉTTARVEFUR ASÍ

Brjóstagjöf

Margar konur stunda vinnu á meðgöngunni og margar þeirra snúa aftur til starfa á meðan þær hafa barn á brjósti. Talið er að brjóstagjöf geti stuðlað að því að verja konur gegn brjóstakrabbameini og móðurmjólkin ver ungbörn gegn ýmsum sjúkdómum. Hindranir við brjóstagjöf á vinnustað geta haft veruleg áhrif á heilbrigði bæði móður og barns og það fer gegn markmiðum laga nr. 144/2020 um fæðingar og foreldraorlof, laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og ýmsum alþjóðasamningum sem Ísland er aðili að sbr. t.d. lög nr. 19/2013 um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins og lögum 3/1976 um Félagsmálasáttmála Evrópu að banna eða hindra konur í að gefa börnum sínum brjóst eftir að þær snúa aftur til vinnu eftir fæðingu. Um leiðbeiningar hér að lútandi sjá m.a. leiðbeiningar VER um áhættumat í starfsumhverfi þungaðra kvenna og kvenna sem hafa nýlega alið barn eða hafa barn á brjósti. Þar segir m.a.: „Forvarnir fela í sér: • aðgang að sérherbergi til að gefa barni brjóst eða mjólka brjóstin • afnot af öruggum, hreinum ísskápum til að geyma brjóstamjólk í á meðan vinna stendur yfir og aðstöðu til að þvo, sótthreinsa og geyma ílát • frítíma (án þess að dregið sé af launum eða fríðindi afnumin og án ótta við refsingu) til að mjólka sig eða gefa barni brjóst.“

VEFTRÉ

Vinnuréttarvefnum er skipt upp í nokkra meginkafla sem hver um sig fjallar um flest sem viðkemur íslenskum vinnurétti, og umgjörð íslensks vinnumarkaðar.

  • Vinnuréttur
  • Um vinnuréttarvefinn