Meginreglan er sú, að launagreiðanda ber að útvega, tengja og halda við þeim búnaði sem nauðsynlegur er við reglulega fjarvinnu nema fjarvinnustarfsmaður noti sinn eigin búnað.
Sé fjarvinna innt reglulega af hendi, bætir eða greiðir launagreiðandi beinan kostnað sem stafar af vinnunni, sérstaklega hvað varðar kostnað við samskipti.
Launagreiðandi sér fjarvinnustarfsmanni fyrir viðeigandi möguleika á tæknilegri aðstoð.
Launagreiðandi ber í samræmi við landslög og kjarasamninga ábyrgð á kostnaði vegna taps og skemmda á búnaði og gögnum sem fjarvinnustarfsmaður notar.
Fjarvinnustarfsmaður fer vel með þann búnað sem honum er séð fyrir og safnar hvorki né dreifir ólöglegu efni um internetið.
Öll álitaefni er varða búnað, ábyrgð og kostnað skulu skilgreind á skýran hátt áður en fjarvinna hefst.