Launagreiðandi ber ábyrgð á því, einkanlega að því er varðar hugbúnað, að gerðar séu viðeigandi ráðstafanir, til þess að tryggja vernd þeirra gagna sem fjarvinnustarfsmaðurinn notar og vinnur með í starfi sínu.
Launagreiðandi upplýsir fjarvinnustarfsmann bæði um lagareglur sem máli skipta og reglur fyrirtækisins varðandi verndun gagna.
Það er á ábyrgð fjarvinnustarfsmannsins að fara eftir þessum reglum.
Launagreiðandi upplýsir fjarvinnustarfsmann sérstaklega um:
- allar takmarkanir á notkun upplýsingatæknibúnaðar eða verkfæra eins og internetsins,
- viðurlög ef ekki er eftir þeim farið.
Launagreiðandi ber að virða einkalíf fjarvinustarfsmanns. Sé komið fyrir einhverskonar eftirlitskerfi þá skal þess gætt að það sé í hlutfalli við markmiðið og tekið upp í samræmi við reglur Vinnueftirlits um skjávinnu.